Gistinóttum á hótelum á Suðurnesjum fækkaði í júlí

Gistinóttum útlendinga fækkaði um 5,8% á Suðurnesjum í júlí sl. en gistinóttum ferðamanna fækkaði um 2,3% hér á landi í mánuðinum. Túristi.is greinir frá.

Nóttunum fækkaði hjá fimmtán af þeim 20 þjóðum sem keyptu flestar hótelgistingar í júlí á Íslandi. Þjóðverjum fækkaði mest eða um fjórðung en Bandaríkjamenn, Kínverjar, Ísraelar, Rússar og Indverjar keyptu meira á íslenskum hótelum. Hér er um gistinætur á hótelum að ræða en tölur fyrir aðrar tegundir gistingar liggja ekki fyrir.