Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gistináttum fjölgar um 95%
Ferðamenn á Reykjanesi. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Miðvikudagur 29. mars 2017 kl. 06:00

Gistináttum fjölgar um 95%

Gistináttum á Reykjanesi fjölgaði um 95% milli ára í janúar skv. útreikningum Hagstofu Íslands.
Árið 2016 voru 8.980 gistinætur á Reykjanesi í janúar í samanburði við 195.859 á landinu öllu en í janúar 2017 voru gistinætur á Reykjanesi 17.525.

Aukning gistinátta er þó nokkur um allt land eða 42% og voru gistinætur 2017 samtals 206.509. Að mati Þuríðar B. Aradóttur, forstöðumanns Markaðsstofu Reykjaness er þarna aukin skilvirkni hótela að gefa betri yfirsýn sem nýtist ferðaþjónustu allri á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta sýnir fram á mikilvægi þess að hótel og gistiheimili skili af sér tölum um gistinætur sem gefur okkur vísbendingu um þá gesti sem við erum að fá og hversu lengi þeir dvelja. Þannig nýtist það okkur til þess að selja þessum gestum þjónustu fyrir utan gistingu,” segir Þuríður en tekur jafnframt fram að þarna séu einungis tölur frá Hótelum þar sem eftir á að vinna tölur frá annars konar gististöðum. „Lang flest herbergin eru á hótelum svo þetta gefur góða sýn á nýtingu á gistingu á svæðinu,” segir hún.