Girðingar falla í gamalli herstöð
Það er tákn um nýja tíma að girðing sem lokað hefur gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli er nú að falla. Girðingarnetið hefur verið fjarlægt á stórum kafla og nú standa bara staurarnir eftir.
Meðfylgjandi mynd var tekin við gamla aðalhliðið á Keflavíkurflugvelli nú í vikunni. Þar komast nú allir um án þess að flækjast í gaddavík og neti gömlu varnarliðsgirðingarinnar. Tákn um nýja tíma, enda íslensk búseta og borgaraleg starfsemi á Vallarheiði þar sem hákskólalífið blómstrar í bland við verktakastarfsemi og sprotafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt.
Meðfylgjandi mynd var tekin við gamla aðalhliðið á Keflavíkurflugvelli nú í vikunni. Þar komast nú allir um án þess að flækjast í gaddavík og neti gömlu varnarliðsgirðingarinnar. Tákn um nýja tíma, enda íslensk búseta og borgaraleg starfsemi á Vallarheiði þar sem hákskólalífið blómstrar í bland við verktakastarfsemi og sprotafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson