Girða af hús og verjast frétta af lögregluaðgerð í Keflavík
Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af lögregluaðgerð sem nú stendur yfir í Keflavík. Margir lögreglubílar hafa verið síðustu klukkustundir við íbúðarhús í Keflavík. Aðkoma að húsinu hefur jafnframt verið girt af með gulum borða lögreglunnar. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta var á vettvangi fyrir stundu voru rannsóknarlögreglumenn að yfirgefa húsið.
Þegar haft var samband við varðstofu lögreglunnar á Suðurnesjum var engar fréttir að hafa af málinu. Mikil umferð lögreglubíla um svæðið hefur vakið athygli nágranna sem hafa verið í sambandi við Víkurfréttir vegna málsins. Einn þeirra sagði að lögreglan hafi verið þarna síðast fyrir tveimur eða þremur sólarhringum en nú væri viðbúnaður lögreglu allt annar og miklu meira.
Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi við húsið í Keflavík nú áðan.
Víkurfréttamyndi: Hilmar Bragi Bárðarson