Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gígbarmar hlaðast upp
VF-myndir: Ísak Finnbogason
Sunnudagur 25. ágúst 2024 kl. 13:34

Gígbarmar hlaðast upp

Gígbarmar eru farnir að hlaðast upp í eldgosinu norðaustan við Stóra-Skógfell. Ennþá gýs á tveimur stöðum.

Hraun flæðir að mestu til norðurs en einnig er örlítill hraunstraumur til vesturs. Framrás hraunsins er hæg. Sú hrauntunga sem rann upphaflega til vesturs í átt að Grindavíkurvegi milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells virðist byrjuð að kólna og engin hreyfing þar sjáanleg á vefmyndavélum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skjálftavirkni er heilt yfir lítil á svæðinu og aðallega bundin við þann hluta svæðis þar sem gýs. Einn skjálfti M2.2 var við gosstöðvarnar um klukkan tvö í nótt.

Meðfylgjandi myndir tók Ísak Finnbogason fyrir Víkurfréttir við gosstöðvarnar síðdegis í gær.