GGE: Stjórnarbreytingar væntanlegar
Íslandsbanki, Landsbankinn og lífeyrissjóðir stefna að því að fá fjóra stjórnarmenn á aðalfundi Geysis Green Energy (GGE) sem nú stendur yfir. Mbl.is greinir frá þessu.
Íslandsbanki á 48 prósent hlut í fjárfestingarsjóðnum Glaciel Renewable Energy Fund sem á rúmlega 40 prósent í GGE. Lífeyrissjóðir eiga um 40 prósent í fjárfestingarsjóðnum, og í krafti þess eignarhlutar ætla þeir að fá einn mann í stjórn,samkvæmt því sem mbl.is greinir frá.
Landsbankinn ætlar að fá tvo menn í stjórn, samkvæmt frétt mbl.is sem sjá má hér.
---
VFmynd/elg - Frá aðalfundi GGE sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ.