GGE selur eignir – Ásgeir hættir sem forstjóri
Ásgeir Margeirsson hættir sem forstjóri Geysis Green Energy. Alexander K. Guðmundsson, fjármálastjóri Geysis, tekur við starfi hans.
Samkvæmt því sem fjölmiðlar greina frá í morgun hefur stjórn GGE tekið ákvörðun um að vinna að lækkun skulda félagsins með sölu á eignum þess. Heimildir VF herma að hlutur GGE í HS Orku sé á meðal þeirra eigna. Íslandsbanki og kanadíska fyrirtækið Magma Energy verða þá aðaleigendur HS Orku.
---
VFmynd/elg - Ásgeir Margeirsson.