Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

GGE og REI: sameining kynnt á blaðamannafundi
Miðvikudagur 3. október 2007 kl. 17:17

GGE og REI: sameining kynnt á blaðamannafundi

Núna klukkan 17 var boðað til blaðamannafundar í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem tilkynna á sameiningu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest

Geysir Green er dótturfyrirtæki í eigu Hitaveitu Suðurnesja, FL Group, Atorku og Glitnis. Reykjavík Energy Invest er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykavíkur þar sem Reykjavíkurborg er aðaleigandi ásamt nokkrum öðrum sveitarfélögum, einnig á Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hlut í fyrirtækinu og er stjórnarformaður þess.

Nýlega réðst Jón Diðrik Jónsson, eftirmaður Bjarna sem forstjóri Glitnis, til starfa hjá REI, og starfa því tveir fyrrverandi forstjórar Glitnis, kjölfestueiganda Geysis Green Energy, hjá REI. Guðmundur Þóroddsson, er í leyfi frá störfum forstjóra OR til að gegna forstjórastarfi hjá REI. Á hinn bóginn er forstjóri Geysis Green Ásgeir Margeirsson, sem er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Guðmundar Orkuveitu Reykavíkur.
Bæði fyrirtækin hafa haslað sér völl í útrás á orkumarkaði og vinna, sameiginlega og hvort í sínu lagi, að ýmsum verkefnum tengdum jarðvarmavirkjunum víða um heim. Fyrir fáeinum dögum kom fram að þau ynnu saman að því að bjóða í hlut filippeyska ríkisins í stærsta jarðhitafyrirtæki Filippseyja.


Frétt af www.eyjan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024