GGE og Magma keyptu alla hlutafjáraukningu HS Orku
Á fundi stjórnar HS Orku í síðustu viku var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 844.551.548 milljónir króna að nafnverði.
Tveir stærstu hluthafarnir, Geysir Green Energy og Magma Energy Sweden AB keyptu alla aukninguna á genginu 3 eða fyrir rúmlega 2,5 milljarða króna að því er fram kemur á heimasíðu HS Orku.
Þar segir jafnframt að nýtt hlutafé verði nýtt til framkvæmda vegna virkjanastarfsemi á Reykjanesi. Eftir hlutafjáraukninguna er Geysir Green Energy sem fyrr stærsti hluthafinn í HS Orku með 55,34% hlut og Magma Energy á 43,19%. Sveitarfélögin Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Garður og Vogar eiga 1,47% hlutafjárins.