Geysir Green Energy greiðir 11,2 milljarða króna fyrir nýja hluti í HS
Sveitarfélögin á Suðurnesjum, utan Reykjanesbæjar, hagnast um milljarða króna hvert á sölu á hlutum sínum í Hitaveitu Suðurnesja hf. til Geysis Green Energy. Samtals er Geysir Green Energy að kaupa um 21% hlutafjár í Hitaveitu Suðurnesja hf. frá Grindavíkurbæ, Sandgerisbæ, Sveitarfélaginu Garði og Sveitarfélaginu Vogum.
Grindvíkingar fá um 4.5 milljarða króna fyrir sinn hlut í HS miðað við gengið 7,1 og það nafnverð sem gefið er upp á vef Hitaveitu Suðurnesja. Nafnvirði hlutar Grindavíkurbæjar er þar sagður vera 634 milljónir króna. Sandgerðisbær fær samkvæmt þessu 2,8 milljarða króna, Garður fær 2,45 milljarða og Vogar 1,44 milljarða.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er samstaða í öllum þessum sveitarfélögum um söluna, bæði í meiri- og minnihlutum.
Grindvíkingar fá um 4.5 milljarða króna fyrir sinn hlut í HS miðað við gengið 7,1 og það nafnverð sem gefið er upp á vef Hitaveitu Suðurnesja. Nafnvirði hlutar Grindavíkurbæjar er þar sagður vera 634 milljónir króna. Sandgerðisbær fær samkvæmt þessu 2,8 milljarða króna, Garður fær 2,45 milljarða og Vogar 1,44 milljarða.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er samstaða í öllum þessum sveitarfélögum um söluna, bæði í meiri- og minnihlutum.