Gettur Betur: Lið FS í sjónvarpið
Önnur umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna fór fram í kvöld og mætti lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja liði Menntaskólans að Laugarvatni og var keppnin á milli þeirra hörkuspennandi. Lið Menntaskólans á Laugarvatni fékk 16 stig en lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja fékk 17 stig. Það er ljóst að lið FS mun keppa næst í sjónvarpinu en þar keppa 7 sigurlið úr síðari umferð og stigahæsta tapliðið úr síðari umferð.Það er ljóst að lið FS mun keppa næst í sjónvarpinu en þar keppa 7 sigurlið úr síðari umferð og stigahæsta tapliðið úr síðari umferð.