Geta lokið tónlistarnámi
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að styðja við bakið á þeim tónlistarnemum sem eru í tónlistarskólum í öðrum bæjarfélögum þar til námi lýkur. Þetta gildir ekki um nýnema. Reykjavíkurborg tilkynnti í sumarbyrjun að borgin myndi hætta að greiða niður tónlistarnám einstaklinga sem nema við tónlistarskóla borgarinnar en eru búsettir í öðrum bæjarfélögum. Þá er fyrirséð að kostnaður utanbæjarnema muni hækka um fleiri hundruð þúsund.
Á bæjarstjórnarfundi 3. júní sl. flutti Kjartan Már Kjartansson, framsóknarflokki tillögu þess efnis að Reykjanesbær geri samning við Reykjavíkurborg um greiðslu með nemendum líkt og nágrannasveitafélögin hafa gert við Reykjanesbæ. "Með því að leita eftir slíku samkomulagi við Reykjavíkurborg mun Reykjanesbær koma í veg fyrir brotlendinu þessara nemenda í tónlistarnáminu og um leið koma í veg fyrir að fólk flytji lögheimili sitt úr svetiarfélaginu til þess eins að geta haldið áfram tónlistarnámi," segir í greinargerð Kjartans.
Bæjarráð hefur nú samþykkt tillöguna, að höfðu samráði við fræðsluráð.
Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar; http://www.reykjanesbaer.is!
Á bæjarstjórnarfundi 3. júní sl. flutti Kjartan Már Kjartansson, framsóknarflokki tillögu þess efnis að Reykjanesbær geri samning við Reykjavíkurborg um greiðslu með nemendum líkt og nágrannasveitafélögin hafa gert við Reykjanesbæ. "Með því að leita eftir slíku samkomulagi við Reykjavíkurborg mun Reykjanesbær koma í veg fyrir brotlendinu þessara nemenda í tónlistarnáminu og um leið koma í veg fyrir að fólk flytji lögheimili sitt úr svetiarfélaginu til þess eins að geta haldið áfram tónlistarnámi," segir í greinargerð Kjartans.
Bæjarráð hefur nú samþykkt tillöguna, að höfðu samráði við fræðsluráð.
Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar; http://www.reykjanesbaer.is!