Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gestum Víkingaheima fjölgar sífellt
Laugardagur 18. janúar 2014 kl. 08:19

Gestum Víkingaheima fjölgar sífellt

Gestum Víkingaheima fjölgar nú með hverju árinu og hefur frá árinu 2011 fjölgað um 145% og eru nú komnir upp í alls 20.803. Árið 2011 var heildargestafjöldinn 8.474, svo sjá má að gestum Víkingaheima fjölgar jafnt og þétt milli ára.

Stærsti hópurinn eru erlendir gestir eða 13.706 og flestir koma í safnið frá maí til september. Þær fimm sýningar sem nú eru í húsinu hafa fengið mikið lof ferðamanna og kynningarfyrirtækja. Á síðustu tveimur árum hafa þrjár nýjar sýningar verið settar í húsið og þær tvær sem fyrir voru, endurnýjaðar og yfirfarnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024