Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gestum fjölgar í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar
Föstudagur 21. janúar 2005 kl. 13:14

Gestum fjölgar í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar

Gestir í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar voru alls 475.941 þúsund árið 2004 sem er um 2.5% aukning frá síðasta ári þegar gestir voru samtals 464.062.

Reykjanesbær rekur fjórar sundlaugar í bæjarfélaginu og voru gestir á síðasta ári samtals 148.374 (170.870 árið 2003). Fækkunina má rekja til þess að Sundmiðstöð Keflavíkur og Íþróttamiðstöð Njarðvíkur lokuðu tímabundið á síðasta ári vegna framkvæmda. Eins hafði verkfall grunnskólakennara áhrif á aðsóknartölur.
Gestir í íþróttasali voru samtals 327.564 sem er 12% hækkun frá síðasta ári (293.192 árið 2003).

Sundgestir í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur voru 22.610 og fjölgaði þeim um 15% frá síðasta ári en iðkendur í sal voru 57.845 sem er 4% fjölgun frá síðasta ári þegar gestir voru 60.402. Heildargestafjöldi var því 90.455. Lokað var vegna framkvæmda í íþróttamiðstöðinni í þrjá mánuði árið 2004.
Sundgestir í Sundmiðstöð Keflavíkur voru 82.844 sem er 17 % fækkun frá síðasta ári þegar gestir voru 101.701. Fækkunina má m.a.rekja til framkvæmda við Sundmiðstöðina sem lokaði af þeim sökum í fjórar vikur sl. haust en að auki hafði verkfall grunnskólakennara áhrif á gestafjölda.

Iðkendur í Íþróttahúsinu við Sunnubraut voru 111.708 sem er svipaður fjöldi og árið 2003 þegar þeir voru 111.797.
Iðkendur í Reykjaneshöllinni voru alls 85.777 og fjölgar þeim um 24% frá árinu áður þegar þeir voru 69.021.
Iðkendum í íþróttasal Myllubakkaskóla fjölgaði um 9% en þeir voru alls 22.697. Sundgestir í íþróttamiðstöð Heiðarskóla voru 21.635 sem er 6% fækkun frá árinu 2003 þegar gestir voru 23.036 en iðkendur í íþróttasal skólans voru 49.540 og fjölgaði um 5%.

Af vef Reykjanesbæjar
Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024