Gestkvæmt í Grindavík á menningarviku
Menningar- og bókasafnsnefnd Grindavíkur er mjög ánægð með hvernig tókst til með nýliðna menningarviku í bænum sem haldin var í fyrsta skipti. Áætlað er að tæplega 3.000 manns hafi mætt á viðburði tengt vikunni.
,,Í ljósi þessa telur nefndin að mikill grundvöllur sé fyrir því að gera þessa menningarviku að árlegum viðburði. Menningar- og bókasafnsnefnd vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem með einum eða öðrum hætti komu að skipulagi og framkvæmd menningarvikunnar. Framlag þeirra til eflingu menningarlífsins í Grindavík er ómetanlegt," segir í fundargerð.
Á myndinni eru: Kristín Gísladóttir í nefndinni, Rósa Signý Baldursdóttir formaður nefndarinnar, Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi, Harpa Guðmundsdóttir í nefndinni og Margrét Gísladóttir, forstöðumaður bókasafnsins.
www.grindavik.is