Gestafjöldi í Duushús tvöfaldast milli ára
Gríðarleg aukning hefur orðið á gestakomum á söfn Reykjanesbæjar en sem dæmi má nefna að á síðasta ári sóttu alls 29.111 gestir Duushús - menningarmiðstöð Reykjanesbæjar sem er 90,7% aukning frá árinu 2003 þegar 15.250 gestir sóttu miðstöðina heim.
Alls sóttu 5514 gestir tónleika í sal Listasafnsins, 2056 sóttu fundi og móttökur og við opnanir listsýninga voru 4993 gestir. Almennir gestir voru alls 14.316.
Listasafn Reykjanesbæjar stóð fyrir fjölmörgum glæsilegum sýningum árið 2004:
Carlos Barao 7. febrúar - 14. mars
Kristján Jónsson 20. mars - 2. maí
Margrét Jónsdóttir 8. maí - 20. júní
Erró - Listasafn Reykjavíkur 26. júní - 29. ágúst
Ása Ólafsdóttir 4. september - 17. október
Valgarður Gunnarsson 23. október - 5. desember
Íslensk náttúra - Listasafn Reykjanesbæjar 8. desember - 1. janúar
Gestir á 25 ára afmælissýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar Milli tveggja heima sem opnaði þann 11. júní 2004 voru 12.394 en 450 gestir komu í Stekkjarkot og hús safnsins í Innri Njarðvík.
Gestir á Bókasafni Reykjanesbæjar voru alls 92.024 sem er um 1% fjölgun frá síðasta ári þegar gestir voru um 91.000.
Gestir á Upplýsingamiðstöð Reykjaness voru 9.586 en frá 10 maí til september 2003 voru gestir 2.000 talsins.Gestir á Upplýsingamiðstöð í Leifsstöð voru 35.532 en árið 2003 voru gestir 28.378 og er aukningin því 25,2%.
Alls sóttu 5514 gestir tónleika í sal Listasafnsins, 2056 sóttu fundi og móttökur og við opnanir listsýninga voru 4993 gestir. Almennir gestir voru alls 14.316.
Listasafn Reykjanesbæjar stóð fyrir fjölmörgum glæsilegum sýningum árið 2004:
Carlos Barao 7. febrúar - 14. mars
Kristján Jónsson 20. mars - 2. maí
Margrét Jónsdóttir 8. maí - 20. júní
Erró - Listasafn Reykjavíkur 26. júní - 29. ágúst
Ása Ólafsdóttir 4. september - 17. október
Valgarður Gunnarsson 23. október - 5. desember
Íslensk náttúra - Listasafn Reykjanesbæjar 8. desember - 1. janúar
Gestir á 25 ára afmælissýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar Milli tveggja heima sem opnaði þann 11. júní 2004 voru 12.394 en 450 gestir komu í Stekkjarkot og hús safnsins í Innri Njarðvík.
Gestir á Bókasafni Reykjanesbæjar voru alls 92.024 sem er um 1% fjölgun frá síðasta ári þegar gestir voru um 91.000.
Gestir á Upplýsingamiðstöð Reykjaness voru 9.586 en frá 10 maí til september 2003 voru gestir 2.000 talsins.Gestir á Upplýsingamiðstöð í Leifsstöð voru 35.532 en árið 2003 voru gestir 28.378 og er aukningin því 25,2%.