Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gervitunglamyndir staðfesta kvikugang að Grindavík
Laugardagur 11. nóvember 2023 kl. 04:10

Gervitunglamyndir staðfesta kvikugang að Grindavík

Jarðvísindamenn funduðu með Almannavörnum kl. 3 í nótt. Nýjustu upplýsingar, byggð á gervitunglamyndum og GPS gögnum, staðfesta kvikugang sem hóf að myndast í gærkvöldi frá Sundhnjúkagígum að Grindavík. Veðurstofan var að greina frá þessu.

Jarðskjálftavirkni er áframhaldandi en heldur hefur dregið úr ákefðinni frá því í gærkvöldi. Mesta virknin mælist nú í grennd við Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá því kl. 18 í gærkvöldi hafa um 500 jarðskjálftar mælst á svæðinu, þar af um 14 yfir 4,0 að stærð og finnast þeir vel á suðvesturhorninu.

Ef staðan helst óbreytt verður stöðufundur verður haldinn kl. 9:30 í dag þar sem staðan verður endurmetin, ásamt mögulegum sviðsmyndum.