Gerviendur fyrst í stað
Gerviöndum verður komið fyrir á tjörnunum við Fitjar vegna fuglaleysis. Þó er vonast til að þær fiðruðu snúi til baka þegar vatnið í tjörnunum eykst og rask vegna framkvæmda minnkar.
Svo virðist sem umhverfisframkvæmdirnar við Fitjar að undanförnu hafi dregið úr rennsli til tjarnanna og ekki er ólíkt að þær hafi raskað ró fuglanna.Þá hefur brakandi blíða sumarsins einnig þurrkað upp tjarnirnar. Framkvæmdunum við Fitjar fer senn að ljúka og vonast er til að jafnvægi komist á fuglalífið að nýju. Reynt verður að veita vatni eftir öðrum leiðum en fyrst um sinn munu gerviendur fylla skarð þeirra fiðruðu.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Myndin: Einar Svavarsson, gröfumeistari, raðaði grjóti með bakka tjarnarinnar í vikunni. Þar verður nú tyrft, vatni bætt í tjörnina og gerviöndum sleppt. Mynd: Hilmar Bragi
Svo virðist sem umhverfisframkvæmdirnar við Fitjar að undanförnu hafi dregið úr rennsli til tjarnanna og ekki er ólíkt að þær hafi raskað ró fuglanna.Þá hefur brakandi blíða sumarsins einnig þurrkað upp tjarnirnar. Framkvæmdunum við Fitjar fer senn að ljúka og vonast er til að jafnvægi komist á fuglalífið að nýju. Reynt verður að veita vatni eftir öðrum leiðum en fyrst um sinn munu gerviendur fylla skarð þeirra fiðruðu.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Myndin: Einar Svavarsson, gröfumeistari, raðaði grjóti með bakka tjarnarinnar í vikunni. Þar verður nú tyrft, vatni bætt í tjörnina og gerviöndum sleppt. Mynd: Hilmar Bragi