Gert við götuskemmdir eftir hátíðirnar
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar eru í óða önn að gera við götuskemmdir sem hafa orðið í umhleypingaveðrinu yfir hátíðirnar.
Flugvallarvegurinn, sem oft hefur þótt slæmur, er nú alsettur djúpum holum og vart fær fólksbílum. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs, segir ástandið vera í verra lagi, en segir að allt kapp sé nú lagt á að lagfæra göturnar og halda í horfinu.
„Það kom sér mjög illa fyrir okkur að allar malbikunarstöðvar voru lokaðar um hátíðarnar. Svo var tíðarfarið okkur mjög óhagstætt, en miklar rigningar með frosti inn á milli fara afar illa með göturnar.“
Auk Flugvallarvegarins voru miklar skemmdir á stærri umferðaræðum eins og Njarðarbraut og Aðalgötu sem verður vonandi kippt í lag sem fyrst.
Flugvallarvegurinn, sem oft hefur þótt slæmur, er nú alsettur djúpum holum og vart fær fólksbílum. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs, segir ástandið vera í verra lagi, en segir að allt kapp sé nú lagt á að lagfæra göturnar og halda í horfinu.
„Það kom sér mjög illa fyrir okkur að allar malbikunarstöðvar voru lokaðar um hátíðarnar. Svo var tíðarfarið okkur mjög óhagstætt, en miklar rigningar með frosti inn á milli fara afar illa með göturnar.“
Auk Flugvallarvegarins voru miklar skemmdir á stærri umferðaræðum eins og Njarðarbraut og Aðalgötu sem verður vonandi kippt í lag sem fyrst.