Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gert ráð fyrir rekstrarafgangi í rekstri Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 4. desember 2002 kl. 15:46

Gert ráð fyrir rekstrarafgangi í rekstri Reykjanesbæjar

Tekjur Reykjanesbæjar á næsta ári eru áætlaðar rúmir 2,7 milljarðar króna en útgjöld eru áætluð um 2,2 milljarðar króna. Hagnaður af rekstri er áætlaður rúmar 319 milljónir króna þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða. Langstærstur hluti rekstrargjalda bæjarfélagsins fer til uppeldis- og fræðslumála eða tæpar 1.250 milljónir króna sem eru um 46% af heildarrekstrarkostnaði. Til íþrótta- og tómstundarmála fara rúmar 300 milljónir króna og til menningarmála fara rúmar 100 milljónir króna. Til félagsþjónustu fara tæpar 250 milljónir króna.

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2003 var lögð til fyrstu umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær og verður önnur umræða um áætlunina nk. þriðjudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024