Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gert ráð fyrir  200 milljóna neikvæðri rekstrarniðurstöðu
Föstudagur 29. október 2010 kl. 09:15

Gert ráð fyrir 200 milljóna neikvæðri rekstrarniðurstöðu


Endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2010 var lögð fyrir bæjarráð í gær. Í henni er reiknað með að rekstarniðurstaða bæjarsjóðs verði neikvæð um tæpar 200 milljónir króna. Samþykkt var að vísa henni til umræðu í bæjarstjórn á þriðjudaginn.

Talsverðar breytingar eru gerðar í endurskoðaðri fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar. Meðal annars er reiknað með að tekjur bæjarins lækki um 600 milljónir króna vegna atvinnutekna sem ekki hafa skilað sér eins og gert var ráð fyrir.

Rekstrarkostnaður bæjarsjóðs hækkar um 339 milljónir kr. frá upphaflegri áætlun og afskriftir eru hækkaðar um 215,1 milljónir kr. vegna breytinga á reikningsliðum með leigðar fasteignir. Áætlað er að tekjur ársins verði tæplega 370 milljónum hærri en gert var ráð fyrir upphaflegri áætlun m.a. vegna breytinga á reikningsskilum á langtímahúsaleigu.

Gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs, fyrir afskriftir og fjármagnsliði (ebidta) verði jákvæð um 143,1 milljónir króna. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir að fjármagnsliðir verði neikvæðir um 77,8 milljónir kr.
Áætlað er að rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs verði í heild neikvæð um 199,7 milljónir kr. í lok árs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024