Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerður og Pétur hlutu Stjórnunarverðlaunin
Frá afhendingu stjórnunarverðlaunanna.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 13. febrúar 2024 kl. 11:56

Gerður og Pétur hlutu Stjórnunarverðlaunin

Tveir Suðurnesjamenn, þau Gerður Pétursdóttir hjá Isavia og Pétur Pálsson hjá útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík, hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024 sem veitt voru við hátíðlega athöfn í gær að viðstöddum forseta Íslands. Sex einstaklingar fengu verðlaunin sem voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun.

Pétur sem er framkvæmdastjóri hjá Vísi hf. í Grindavík hlaut verðlaunin í flokki yfirstjórnenda og Gerður sem er fræðslustjóri hjá Isavia, í flokki millistjórnenda. Þetta er í fimmtánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent. Stjórnvísi verðlaunar árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði.

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 eru: Í flokki yfirstjórnenda Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf útgerðafélags í Grindavík. Í flokki millistjórnenda þau Gerður Pétursdóttir, fræðslustjóri Isavia og Sigurður Böðvarsson, framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Í flokki frumkvöðla þeir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og stofnandi Oculis og Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði og stofnandi Oculis. Sérstök hvatningarverðlaun hlaut Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mímir Símenntun.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024