Fréttir

Gerði þarfir sínar í garði nágranna
Föstudagur 10. ágúst 2012 kl. 13:21

Gerði þarfir sínar í garði nágranna

Alltof mikið er um það að lögreglunni á Suðurnesjum berist kvartanir vegna lausagöngu hunda í umdæminu.

Alltof mikið er um það að lögreglunni á Suðurnesjum berist kvartanir vegna lausagöngu hunda í umdæminu. Í gær barst til að mynda kvörtun frá íbúa í Njarðvík um að hundur nágranna hans gengi ítrekað laus og valsaði um þar sem honum sýndist.

Sá sem kvartaði sagði að nú væri mælirinn fullur því hundurinn hefði skitið í garðinn hjá sér og væri það til á upptöku. Málið var tilkynnt til heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Lögregla minnir á að lausaganga hunda er bönnuð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024