Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerðaskóli fékk 400 þúsund króna hjúkrunarúm að gjöf
Þriðjudagur 4. júní 2002 kl. 13:20

Gerðaskóli fékk 400 þúsund króna hjúkrunarúm að gjöf

Lions klúbburinn Garður, Kiwanes klúbburinn Hof og kvenfélagið Gefn gáfu í dag Ara Páli Vignissyni hjúkrunarúm að verðmæti 400 þúsund króna. Ari Páll er fjölfatlaður drengur í 2. bekk Gerðarskóla og kemur þessi gjöf sér mjög vel fyrir hann enda þarf hann á mikilli umönnun að halda. Það var Sigurður Jónsson sveitastjóri í Gerðarhrepp sem afhenti skólastjóra Gerðarskóla gjafabréfið frá félögunum þremur.
Lions klúbburinn gaf einnig krökkum í 2. bekk í Gerðarskóla, samtals 21 nemanda, Prowell reiðhjólahjálma að gjöf en það er árlegt verkefni hjá félaginu að gefa sjö ára krökkum í skólanum reiðhjólahjálma að gjöf.
Forstöðumenn skólans voru að vonum mjög ánægðir með gjafirnar enda munu þær koma sér vel, bæði hjálmarnir og hjúkrunarúmið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024