ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Gerðaskóli fékk 400 þúsund króna hjúkrunarúm að gjöf
Þriðjudagur 4. júní 2002 kl. 13:20

Gerðaskóli fékk 400 þúsund króna hjúkrunarúm að gjöf

Lions klúbburinn Garður, Kiwanes klúbburinn Hof og kvenfélagið Gefn gáfu í dag Ara Páli Vignissyni hjúkrunarúm að verðmæti 400 þúsund króna. Ari Páll er fjölfatlaður drengur í 2. bekk Gerðarskóla og kemur þessi gjöf sér mjög vel fyrir hann enda þarf hann á mikilli umönnun að halda. Það var Sigurður Jónsson sveitastjóri í Gerðarhrepp sem afhenti skólastjóra Gerðarskóla gjafabréfið frá félögunum þremur.
Lions klúbburinn gaf einnig krökkum í 2. bekk í Gerðarskóla, samtals 21 nemanda, Prowell reiðhjólahjálma að gjöf en það er árlegt verkefni hjá félaginu að gefa sjö ára krökkum í skólanum reiðhjólahjálma að gjöf.
Forstöðumenn skólans voru að vonum mjög ánægðir með gjafirnar enda munu þær koma sér vel, bæði hjálmarnir og hjúkrunarúmið.
Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25