Gerðaskóli 130 ára í dag
Gerðaskóli í Garði heldur upp á 130 ára afmæli um þessar mundir. Skólinn tók til starfa 7. október árið 1872 og er með elstu barnaskólum landsins. Í dag, afmælisdaginn, mun kennsla fara fram samkvæmt stundaskrá en auk þess verður farið í gönguferð að Útskálakirkju að gröf Sigurðar Sívertsen, eins stofnanda skólans.Þaðan liggur svo leiðin að rústum upprunalegu skólabyggingarinnar þar sem reistur hefur verið minningasteinn um bygginguna. Afmælishátíðin hófst á föstudag og heldur áfram í næstu viku.
Nánar um afmælið í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Nánar um afmælið í Víkurfréttum á fimmtudaginn.