Gerðahreppur verður Sveitarfélagið Garður
Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Gerðahrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins. Framvegis ber sveitarfélagið nafnið Sveitarfélagið Garður.
Jafnframt hefur ráðuneytið staðfest nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Garð, en samkvæmt henni mun hreppsnefnd framvegis nefnast bæjarstjórn og sveitarstjóri fá titilinn bæjarstjóri.
Frá gildistöku breytingarinnar mun einnig verða starfandi bæjarráð í sveitarfélaginu, sem bæjarstjórn kýs.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru 1.283 íbúar búsettir í sveitarfélaginu 1. desember 2003. Vefur Félagsmálaráðuneytisins greinir frá þessu í dag.
Jafnframt hefur ráðuneytið staðfest nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Garð, en samkvæmt henni mun hreppsnefnd framvegis nefnast bæjarstjórn og sveitarstjóri fá titilinn bæjarstjóri.
Frá gildistöku breytingarinnar mun einnig verða starfandi bæjarráð í sveitarfélaginu, sem bæjarstjórn kýs.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru 1.283 íbúar búsettir í sveitarfélaginu 1. desember 2003. Vefur Félagsmálaráðuneytisins greinir frá þessu í dag.