Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerðahreppur verður bæjarfélagið Garður
Fimmtudagur 13. nóvember 2003 kl. 09:11

Gerðahreppur verður bæjarfélagið Garður

Hreppsnefnd Gerðahrepps ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna að undirbúningi þess að breyta sveitarfélaginu í bæjarfélag. Stefnt verður að breytingu um áramót. Vilji er til þess að nafn bæjarfélagsins verði Garður. Jafnframt er stefnt að því að kjósa bæjarráð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Samkvæmt núgildandi sveitarstjórnarlögum hafa öll sveitarfélög sömu réttarstöðu, hvort sem þau kenna sig við hrepp, bæ eða borg. Breytingin er því fremur táknræn. Í Gerðahreppi búa í dag um 1300 íbúar og fer þeim fjölgandi. Íbúar í Garði hafa verið fleiri en eittþúsund síðan 1989.
Meirihluti F-listans lagði fram tillöguna um að vinna að þessari breytingu. Hún var samþykkt á fundinum. Vilji er til þess að bæjarfélagið heiti einfaldlega Garður. Leita þarf álits örnefnanefndar áður en hægt er að ákveða það og fá síðan staðfestingu félagsmálaráðuneytis.
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, segir ekki mikla kostnaðaraukningu við breytinguna nema hvað nefndarlaun aukast vegna starfa bæjarráðs. Auk formlegrar ákvörðunar um nýtt nafn þarf að endurskoða samþykktir um stjórn Gerðahrepps og fundarsköp, segir í Morgunblaðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024