Gerðahreppur sendir skipulagsstjóra gögn vegna íbúða aldraðra
Gerðahreppur hefur sent Skipulagsstjóra ríkisins samþykktir sveitarstjórnar Gerðahrepps og athugasemdir sem hafa borist vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúða fyrir aldraðra á skipulögðu svæði við Garðvang í Garði.Nokkrar athugasemdir bárust við fyrirhugaðar byggingar, en sveitarfélögin á Suðurnesjum voru meðal annars umsagnaraðilar. Reykjanesbær hefur fallið frá athugasemdum sínum og að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra í Garði, er búist við að menn muni ekki standa frekar í vegi fyrir því að byggingarnar muni rísa á svæðinu.
Skipulagsstjóri hefur hálfan mánuð til að afgreiða málið og í framhaldi af því er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist.
Skipulagsstjóri hefur hálfan mánuð til að afgreiða málið og í framhaldi af því er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist.