Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 15:57

Gerðahreppur falast eftir jörðum

Miklar umræður urðu um fundargerð frá landakaupanefnd á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps s.l. miðvikudag. Sigurður Jónsson, sveitastjóri Gerðahrepps, sagði að landakaupamál hreppsins hefðu verið heilmikið í umræðunni að undanförnu og að meirihluti hreppsnefndar vilji kanna hvernig Gerðahreppur geti eignaðist sem mest af landi. „Þá væri hægt að lækka lóðaleiguna frá því sem nú er. Margir íbúar eru mjög óhressir með hve lóðaleigan er há en það eru yfirleitt einkaaðilar sem leigja lóðirnar út“, sagði Sigurður og bætti við að haldið yrði áfram að skoða þessi mál og að hann byggist við að línurnar í þessu máli skýrðust á næstu vikum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024