„Gerðahreppur á mikla framtíðarmöguleika sem sjálfstætt sveitarfélag“
Ársreikningur Gerðahrepps fyrir árið 2001 var til síðari umræðu á dögunum. Sigurður Jónsson sveitarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi 2001 og fram fór síðari umræða og afgreiðsla. Sigurður Ingvarsson oddviti bar síðan upp ársreikning Gerðahrepps 2001 með eftirfarandi niðurstöðutölum: Sameiginlegar tekjur (nettó) kr.405.319.188
Rekstrartekjur umfram gjöld (nettó) kr. 89.722.199
Gjaldfærð fjárfesting(nettó) kr.(24.895.350)
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr.(36.053.029)
Veltufjármunir kr. 82.260.385
Skammtímaskuldir kr. 58.840.239
Langtímaskuldir kr.268.101.466
Eignfærðir fjármunir kr.756.675.217
Eigin fjárreikningur kr.(511.993.897)
Bókun fulltrúa F-listans, lista framfarasinnaðra kjósenda í Garði, við afgreiðslu ársreiknings Gerðahrepps árið 2001.
„Fulltrúar F- listans fagna jákvæðri niðurstöðu ársreikningsins, sem sýnir að staða Gerðahrepps er mjög sterk til að geta haldið áfram uppi öflugri þjónustu og til að ráðast í framkvæmdir.
Ársreikningurinn sýnir hversu mikið gæfuspor það er fyrir sveitarfélagið að Hitaveita Suðurnesja skyldi gerð að hlutfélagi og fá inn í félagið Rafveitu Hafnarfjarðar og Bæjarveitur Vestmannaeyja. Arðgreiðslur hafa jákvæð áhrif á niðurstöðu ársreikningsins og eignastaða Gerðahrepps er nú skráð í samræmi við þær miklu eignir, sem sveitarfélagið á.
Það er með ólíkindum að fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn Gerðahrepps skyldu berjast gegn þessu framfaramáli.
Í ársreikningnum kemur fram að tekjur hækka um 39,83 % , en rekstur málaflokka hækkar um 19,70 % fyrst og fremst vegna launabreytinga.
Mikil breyting til batnaðar varð á vöxtum af skammtímakröfum og skuldum. Í stað þess að greiða 5,7 milljónir í vexti á árinu 2000 voru vaxtatekjur nú 3,7 milljónum hærri en vaxtagjöld og er breytingin milli áranna því 9,5 milljónir til hins betra.
Sveitarfélagið hafði nú 116 milljónir til ráðstöfunar í afborganir af lánum og til fjárfestinga í stað 47 milljóna á árinu 2000. Mismunurinn er kr. 69 milljónir til hins betra.
Peningaleg staða lagast um 8,2 milljónir milli áranna 2000 og 2001.
Skuldir á hvern íbúa lækka milli ára þ.e. úr 282 þús. í 270 þús.
Veltufjárhlutfallið fer í 1,398 úr 1,039.
Rekstur málaflokka án vaxta er 67,23%.
Hlutabréfaeign Gerðahrepps er á nafnverði tæpar 344 milljónir króna.
Á árinu 2001 var unnið að stórátaki við stækkun Gerðaskóla. Ennfremur hefur verið unnið að stóru átaki í undirbúningi lóða og gatna vegna byggingaframkvæmda.
Ársreikningurinn sýnir að Gerðahreppur á mikla framtíðarmöguleika, sem sjálfstætt sveitarfélag, enda sýnir áhugi fólks fyrir lóðum og vilja til að byggja hér að fólk hefur trú á bjartri framtíð Garðsins.
Bókun frá H-lista við afgreiðslu ársreiknings Gerðahrepps fyrir árið 2001.
a. Það sem vekur athygli í þessum ársreikningi er að tekjutengd framlög jöfnunarsjóðs nema 55 mkr sem er 27% af skatttekjum að frádregnum arði frá Hitaveitu Suðurnesja upp á 69 mkr.
b. Ef breyting yrði á framlögum jöfnunarsjóðs til lækkunar hefði sveitarsjóður ekkert til ráðstöfunar eftir rekstur málaflokka þ.e. ekkert upp í afborganir og vexti af lánum og til fjárfestinga.
c. Rekstur málaflokka er í raun að hækka úr 78,5% í 83,9% (framlög frá HS upp á 69 mkr. ekki talin með)
d. Heildarskuldir aukast um 13 mkr. í formi langtímalána.
e. Peningaleg staða lagast aðeins um 7 mkr. þrátt fyrir 69 mkr. greiðslu HS á árinu 2001.
f. Eignaleg staða stórlagast vegna bréfa Hitaveitu Suðurnesja eða um 310 mkr.
g. Greiðslubirði af langtímalánum fer úr 46,5 mkr. árið 2000 í 59,6 mkr. árið 2001 og munu hækka verulega vegna nýrra lána. Er ekki ólíklegt að þær fari í 30% af 200 mkr. skatttekjum á árinu 2002.
h. Staðan hér er nú sú að Jöfnunarsjóður og Hitaveita Suðurnesja halda sveitarsjóði uppi á þessu ári.
Finnbogi Björnsson(sign) María Anna Eiríksdóttir (sign)
Ársreikningur 2001 uppbornir og samþykktir samhljóða.
Rekstrartekjur umfram gjöld (nettó) kr. 89.722.199
Gjaldfærð fjárfesting(nettó) kr.(24.895.350)
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr.(36.053.029)
Veltufjármunir kr. 82.260.385
Skammtímaskuldir kr. 58.840.239
Langtímaskuldir kr.268.101.466
Eignfærðir fjármunir kr.756.675.217
Eigin fjárreikningur kr.(511.993.897)
Bókun fulltrúa F-listans, lista framfarasinnaðra kjósenda í Garði, við afgreiðslu ársreiknings Gerðahrepps árið 2001.
„Fulltrúar F- listans fagna jákvæðri niðurstöðu ársreikningsins, sem sýnir að staða Gerðahrepps er mjög sterk til að geta haldið áfram uppi öflugri þjónustu og til að ráðast í framkvæmdir.
Ársreikningurinn sýnir hversu mikið gæfuspor það er fyrir sveitarfélagið að Hitaveita Suðurnesja skyldi gerð að hlutfélagi og fá inn í félagið Rafveitu Hafnarfjarðar og Bæjarveitur Vestmannaeyja. Arðgreiðslur hafa jákvæð áhrif á niðurstöðu ársreikningsins og eignastaða Gerðahrepps er nú skráð í samræmi við þær miklu eignir, sem sveitarfélagið á.
Það er með ólíkindum að fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn Gerðahrepps skyldu berjast gegn þessu framfaramáli.
Í ársreikningnum kemur fram að tekjur hækka um 39,83 % , en rekstur málaflokka hækkar um 19,70 % fyrst og fremst vegna launabreytinga.
Mikil breyting til batnaðar varð á vöxtum af skammtímakröfum og skuldum. Í stað þess að greiða 5,7 milljónir í vexti á árinu 2000 voru vaxtatekjur nú 3,7 milljónum hærri en vaxtagjöld og er breytingin milli áranna því 9,5 milljónir til hins betra.
Sveitarfélagið hafði nú 116 milljónir til ráðstöfunar í afborganir af lánum og til fjárfestinga í stað 47 milljóna á árinu 2000. Mismunurinn er kr. 69 milljónir til hins betra.
Peningaleg staða lagast um 8,2 milljónir milli áranna 2000 og 2001.
Skuldir á hvern íbúa lækka milli ára þ.e. úr 282 þús. í 270 þús.
Veltufjárhlutfallið fer í 1,398 úr 1,039.
Rekstur málaflokka án vaxta er 67,23%.
Hlutabréfaeign Gerðahrepps er á nafnverði tæpar 344 milljónir króna.
Á árinu 2001 var unnið að stórátaki við stækkun Gerðaskóla. Ennfremur hefur verið unnið að stóru átaki í undirbúningi lóða og gatna vegna byggingaframkvæmda.
Ársreikningurinn sýnir að Gerðahreppur á mikla framtíðarmöguleika, sem sjálfstætt sveitarfélag, enda sýnir áhugi fólks fyrir lóðum og vilja til að byggja hér að fólk hefur trú á bjartri framtíð Garðsins.
Bókun frá H-lista við afgreiðslu ársreiknings Gerðahrepps fyrir árið 2001.
a. Það sem vekur athygli í þessum ársreikningi er að tekjutengd framlög jöfnunarsjóðs nema 55 mkr sem er 27% af skatttekjum að frádregnum arði frá Hitaveitu Suðurnesja upp á 69 mkr.
b. Ef breyting yrði á framlögum jöfnunarsjóðs til lækkunar hefði sveitarsjóður ekkert til ráðstöfunar eftir rekstur málaflokka þ.e. ekkert upp í afborganir og vexti af lánum og til fjárfestinga.
c. Rekstur málaflokka er í raun að hækka úr 78,5% í 83,9% (framlög frá HS upp á 69 mkr. ekki talin með)
d. Heildarskuldir aukast um 13 mkr. í formi langtímalána.
e. Peningaleg staða lagast aðeins um 7 mkr. þrátt fyrir 69 mkr. greiðslu HS á árinu 2001.
f. Eignaleg staða stórlagast vegna bréfa Hitaveitu Suðurnesja eða um 310 mkr.
g. Greiðslubirði af langtímalánum fer úr 46,5 mkr. árið 2000 í 59,6 mkr. árið 2001 og munu hækka verulega vegna nýrra lána. Er ekki ólíklegt að þær fari í 30% af 200 mkr. skatttekjum á árinu 2002.
h. Staðan hér er nú sú að Jöfnunarsjóður og Hitaveita Suðurnesja halda sveitarsjóði uppi á þessu ári.
Finnbogi Björnsson(sign) María Anna Eiríksdóttir (sign)
Ársreikningur 2001 uppbornir og samþykktir samhljóða.