Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerð verður ný aðrein á Fitjum
Föstudagur 24. september 2010 kl. 16:09

Gerð verður ný aðrein á Fitjum


Vegagerðin hefur hafið undirbúning að stækkun aðreinar frá Reykjanesbraut inn á Stekk við Fitjar en tíð umferðarslys hafa verið á þessum gatnamótum. Verður ráðist í framkvæmdir nú á haustdögum, samkvæmt því sem fram kom í máli Magneu Guðmundsdóttur, formanns Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar (USK) á síðasta fundi bæjarstjórnar.

USK hafnaði á dögunum ósk Vegagerðinnar þess efnis að lokað yrði fyrir vinstri beygju frá Stekk inn á Reykjanesbraut. Ráðið hvatti hins vegar til þess að ráðist yrði gerð hringtorgs á þessum gatnamótum. USK taldi að með tilliti til þess þjónustukjarna sem liggur við umrædd gatnamót og nærliggjandi íbúðabyggðar, virtist lokun vinstri beygju ekki til þess fallin að bæta flæði umferðar á þessum slóðum.

Magnea upplýsti á bæjarstjórnarfundinum að ný og lengri aðrein yrði gerð á Fitjum þar sem sú sem fyrir er þykir heldur lítil fyrir þá ökumenn sem koma akandi frá Reykjavík og ætla að beygja til hægri af Reykjanesbrautinni. Þeir sem ætli að beygja til vinstri sjái það mjög seint hvort viðkomandi ætli að beygja eða halda áfram í átt að Flugstöðinni. Magnea sagði að ráðist yrði í framkvæmdir nú á haustdögum og myndi þetta vonandi bæta umferðaröryggi á þessum slóðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024