Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gera tilraun á eldri borgurum í Grindavík
Frá Grindavík. Mynd tekin í janúar 2017. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 30. janúar 2017 kl. 10:05

Gera tilraun á eldri borgurum í Grindavík

Bæjarráð Grindavíkur leggur til við bæjarstjórn að gerð verði tilraun til þriggja mánaða með því að bjóða eldri borgurum í Grindavík upp á niðurgreiddan heitan mat í hádeginu virka daga í Miðgarði.
 
Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Stefanía S. Jónsdóttir, forstöðukona Miðgarðs, kynntu stöðu málsins fyrir bæjarráði á fundi þess í síðustu viku. Þeim var falið að útbúa viðauka sem lagður verður fyrir næsta bæjarstjórnarfund í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024