Gera hlé á krabbameinsleit hjá HSS
	Vegna anna á ljósmæðravakt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður ekki boðið upp á krabbameinsleit þar í sumar. Að sögn Halldórs Jónssonar, forstjóra HSS, var ákveðið að gera hlé á leitinni vegna ófyrirséðrar manneklu fram til loka ágúst.
	
	Boðið hefur verið upp á hefðbundna leit að frumubreytingum í leghálsi og hafa ljósmæður séð um að framkvæma skoðunina. Framkvæmdar hafa verið 12 til 15 skoðanir á mánuði og er konum bent á að snúa sér til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík þar til í lok sumars þegar aftur verður boðið upp á krabbameinsleit á HSS.
	
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				