Gera göngustíg frá Grindavík í Bláa lónið
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að taka tilboði G.G. Sigurðssonar ehf. í gerð göngustígar sem liggur frá Grindavík um Selskóg og að Bláa lóninu.
Bæjarráð samþykkir tilboð lægstbjóðanda í þann hluta sem er á ábyrgð Grindavíkurbæjar kr. 9.104.000, þ.e. frá Grindavík að Selskógi, og felur bæjarstjóra að vinna að framgangi gönguleiðarinnar frá Selskógi að Bláa lóninu í samstarfi við HS Orku og Bláa lónið.