Gera ekki athugasemd við að Aðalskipulag Suðurnesjabæjar verði auglýst
Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn um Aðalskipulag Suðurnesjabæjar og gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst. Þetta kom fram á síðasta fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar. Á sama fundi var lagt fram minnisblað Verkís um uppfærslu á aðalskipulagsgögnum eftir athugun Skipulagsstofnunar og uppfærð aðalskipulagstillaga.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillaga að aðalskipulagi og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				