Fréttir

GeoSilica fær viðurkenningu Matís og Landsbankans
Þriðjudagur 15. október 2013 kl. 06:08

GeoSilica fær viðurkenningu Matís og Landsbankans

Frumkvöðlafyrirtækið GeoSilica á Ásbrú í Reykjanesbæ með kísilsvifvökva sem fæðubótarefni er eitt af þeim fyrirtækjum sem skaraði framúr í nýsköpunarkeppni Matís og Landsbankans.

Fyrirtækið Þoran sem þróar nú framleiðslu á íslensku gæðaviskí úr byggi hlaut fyrstu verðlaun keppninni fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla- og líftækniiðnaði sem byggðar eru á íslensku hráefni og hugviti.

Aðrar hugmyndir sem skara þóttu fram úr að þessu sinni voru:

GeoSilica - Kísilsvifvökvi sem fæðubótarefni

Íslandus - drykkja- og ísframleiðsla úr mysu

Bygg og þarapasta - þróun og framleiðsla á hollu pasta


Aðstandendur þessara fjögurra viðskiptahugmynda fá nú tækifæri til að kynna hugmynd sína fyrir fjárfestum og vinna áfram að útfærslu þeirra með aðstoð sérfræðinga Matís.

Nýsköpunarkeppnin bar yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað" og vísar heitið til umræðu um nýjungar í atvinnulífi sem oft lýkur með því að sagt er að „gera eigi eitthvað annað", eða til óskilgreindra úrræða sem margir tala um en hafa ekki nafn yfir. Í þessari samkeppni skapast einmitt tækifæri til að gera „eitthvað annað“.

Aðstandendur keppninnar ætla henni að vera öflugur hvati til uppbyggingar lítilla og meðalstórra fyrirtækja á sviði matvæla og líftækni, með varanlega verðmætasköpun að leiðarljósi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024