Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 8. maí 2001 kl. 16:31

„Gengur vel að fá fólk til starfa“ - umsækjendur verða að tala íslensku!

IGS á Keflavíkurflugvelli er nýtt fyrirtæki í eigu Flugleiða. Undanfarnar vikur hefur fyrirtækið auglýst stíft eftir starfsfólki.
„Það gengur nokkuð vel að fá fólk til starfa“, segir Kjartan Már Kjartanson hjá IGS. Enn vantar fók í sumarstörf en fastar stöður er nú þegar búið að manna.
„Við gerum ákveðnar kröfur til starfsmanna okkar, okkur hafa borist umsóknir frá fólki sem við höfum ekki séð okkur fært að ráða.“ Kröfurnar eru mismiklar eftir deildum, lágmarksaldur, krafa um stúdentspróf eða vinnuvélaréttindi auk þess sem umsækjendur
verða að tala íslensku.
Starfsmenn fyrirtækisins eru 500-600 en sumarstöður eru u.þ.b. 150.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024