Gengur í suðaustan 10-15 í kvöld og nótt með rigningu
Í morgun kl. 06 var suðastuan 8-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta. Hiti 6 til 12 stig, svalast á Ströndum.
Yfirlit
Um 800 km SV af Reykjanesi er víðáttumikil og nærri kyrrstæð 982 mb lægð, en frá henni liggur lægðardrag til NA. Langt suður í hafi er 998 mb vaxandi lægð sem hreyfist allhratt N.
Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun!
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi syðst á landinu í nótt. Suðaustan 3-8 m/s og skúrir eða þokusúld sunnan- og vestantil, en léttir heldur til norðanlands. Vaxandi norðaustan átt með kvöldinu og fer að rigna, fyrst sunnantil. Hvassviðri allra syðst í nótt og talsverð rigning, annars heldur hægari og úrkomuminna. Sunnan hvassviðri eða stormur sunnan- og suðaustantil í fyrramálið og skúrir. Suðvestlæg átt 10-18 m/s eftir hádegi á morgun, hvassast við norður- og austurströndina og léttir til norðaustanlands. Hiti 8 til 14 stig, svalast á Vestfjörðum. Spá gerð 13.10.2006 kl. 08:42
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 5-8 m/s og stöku skúrir. Gengur í suðaustan 10-15 í kvöld og nótt með rigningu. Heldur hægari vestlæg átt á morgun og úrkomuminna. Hiti 8 til 13 stig.