Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gengu yfir húddið á bílnum og stálu síðan hátölurunum
Mánudagur 26. janúar 2004 kl. 09:50

Gengu yfir húddið á bílnum og stálu síðan hátölurunum

Aðfararnótt sl. sunnudags var tilkynnt um skemmdarverk og þjófnað úr bifreið við Víkurbraut 2, Keflavík. Bifreiðin var ólæst en úr henni hafði verið stolið tveimur Pioneer hátölurum. Þá hafði verið gengið hafði verið yfir húddlok hennar.
Tvö ölvunarútköll bárust á skemmtistaði aðfaranótt sunnudags og var ofurölvi fólki ekið þaðan heim. Tvö hávaðaútköll bárust þar sem kvartað var yfir hávaða í ölvuðu fólki.
Í gær var einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Flugvallavegi í Reykjanesbæ. Mældist hraði hans vera 73 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka gegnt rauðu ljósi á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar. Einn ökumaður var kærður fyrir að vera með of marga farþega í bifreið sinni og einn kærður fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024