Gengið um Hafnir í kvöld
Fimmtudagskvöldið 3.júní, í kvöld, verður farið í skoðunarferð um Hafnir með Sigurjóni Vilhjálmssyni í broddi fylkingar. Gengið verður um Hafnirnar og að því loknu verður haldið út á Reykjanes á eigin bílum þar sem Sigurjón mun fræða ferðalanga um hin ýmsu örnefni og segja nokkrar skemmtilegar sögur.
Frá Reykjanesinu er haldið til baka í Hafnirnar og stoppað í samkomuhúsinu þar sem rjúkandi heitt kaffi verður á boðstólunum í boði Kaffitárs. Ferðin er á vegum Upplýsingamiðstöðvar Reykjanes og aðgangur er ókeypis. Mæting er við Kirkjuvogskirkju í Höfnum kl.20.00 í kvöld.
Frá Reykjanesinu er haldið til baka í Hafnirnar og stoppað í samkomuhúsinu þar sem rjúkandi heitt kaffi verður á boðstólunum í boði Kaffitárs. Ferðin er á vegum Upplýsingamiðstöðvar Reykjanes og aðgangur er ókeypis. Mæting er við Kirkjuvogskirkju í Höfnum kl.20.00 í kvöld.