Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gengið í hús á Suðurnesjum
Föstudagur 9. maí 2014 kl. 07:48

Gengið í hús á Suðurnesjum

Björgunarsveitarmenn á Suðurnesjum hófust í gærkvöldi handa við að ganga í hús og ná í gögn í tengslum við landsátakið „Útkall – í þágu vísinda“. Yfir eitt hundrað þúsund Íslendingar hafa fengið boð um að taka þátt í samanburðarhópi fyrir rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar en átakið fer fram í samstarfi við björgunarsveitir víðsvegar um landið.
 
Björgunarsveitarmenn munu næstu daga banka upp á hjá þeim sem fengu send boð til að sækja gögnin en um er að ræða undirritað samþykki og munnsýni. Fyrir hvern þann sem tekur þátt styrkir Íslensk erfðagreining björgunarsveitirnar um 2.000 kr. Þeir sem ætla að taka þátt eru hvattir til þess að hafa gögnin tilbúin.
 
Með þessu átaki hyggst Íslensk erfðagreining efla rannsóknir sínar enn frekar en fyrirtækið hefur þegar fundið breytileika í erfðaefni mannsins sem tengjast áhættu á flestum gerðum algengra sjúkdóma, eins og segir í tilkynningu.

Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar svarað kallinu þegar samstarfslæknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa boðið fólki þátttöku í rannsóknum á einstökum sjúkdómum. Alls hafa fleiri en 120.000 landsmenn þegar lagt hönd á plóginn með því að leggja til sýni og gögn til rannsóknanna. Ef vel gengur með útkallið mun ríflega meirihluti Íslendinga hafa lagt sitt af mörkum til erfðarannsókna fyrirtækisins, segir jafnframt í tilkynningunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024