Heklan
Heklan

Fréttir

Gekk berserksgang í versluninni og ógnaði eigendunum með öxi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 10:30

Gekk berserksgang í versluninni og ógnaði eigendunum með öxi

Eigendur Úra- og skartgripaverslunar Georgs V. Hannah segja að það hafi verið mjög óskemmtileg reynsla að fá mann inn í verslunina vopnaðan öxi en hann gekk berserksgang, braut og bramlaði afgreiðsluborð, peningakassa og fleira og endaði svo á því að henda öxinni inn í glerskáp með tilheyrandi brotum og látum.

„Ég upplifði okkur kannski ekki í lífshættu þó vissulega höfum við verið það. Ég hafði meiri áhyggjur af gömlu hjónunum, mömmu og pabba, því maðurinn hélt á öxi og sveiflaði henni að okkur þar sem við stóðum í hurðaropinu inni í búðinni,“ segir Eggert Hannah, gullsmiður en hann tók við rekstri verslunarinnar fyrir þremur árum. Þau Georg og Eygló sem nú starfa í búðinni í hlutastarfi segjast aldrei hafa lent í öðru eins.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Nánar í nýjasta tölublaði Víkurfrétta sem má sjá hér í stafrænni útgáfu en einnig í pappírsútgáfu sem er dreift miðvikudag og fimmtudag inn á öll heimili og fyrirtæki á Suðurnesjum.

Árásarmaðurinn var vopnaður öxi sem hann notaði í innbrotinu en var einnig með stóra sveðju og járnstöng í poka. Feðgarnir Georg og Eggert segjast vera að jafna sig eftir árásina en þeir náðu að opna verslunina strax daginn eftir. Á myndinni að neðan sem tekinn var nokkrum dögum síðar má sjá þá í búðinni þar sem árásarmaðurinn gekk berserksgang, braut og bramlaði með öxinni og ógnaði fegðunum með henni þegar þeir reyndu að fá hann til að hætta.

VF jól 25
VF jól 25