Geitur „slá“ í Njarðvík
-vistvæn leið segja starfsmenn þjónustumiðstöðvar
Það hefur vakið athygli að undanförnu að íbúar í Reykjanesbæ hafa tekið sig til og slegið gras á opnum svæðum þar sem bæjaryfirvöld hafa fækkað fækkað þeim skiptum sem slegið er í hagræðingarskyni.
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar gengu svo skrefinu lengra í dag og beittu geitum úr Landnámsdýragarðinum á Kamb í innri Njarðvík.
Að sögn voru geiturnar mjög sáttar og kjömsuðu á lúpínu, hófblöðku, njóla og túnfíflum. Uppátækið vakti lukku meðal vegfarenda og telja starfsmenn þjónustumiðstöðvarinar það vera eina af þeim vistvænu leiðum sem notaðar eru um allan heim á svæði þar sem gengur ekki að beita sláttuvélum.
Gert er ráð fyrir að þetta tilraunaverkefni verði útfært frekar á næstunni.