Geislavirkar útfellingar frá Reykjanesvirkjun kynntar bæjaryfirvöldum
	Skipulagsstofnun hefur lagt fram til upplýsingar hjá Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar tillögu HS Orku að matsáætlun um meðferð og förgun geislavirkra útfellinga frá Reykjanesvirkjun. 
	Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdaaðila að matsáætlun með skilyrðum. Málið var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar fyrr í mánuðinum. Afgreiðsla málsins er þannig að það sé lagt fram til kynningar.
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				