Þriðjudagur 29. janúar 2002 kl. 09:07
Geislaspilari og skjalataska tekin úr bíl
Geislaspilari og skjalataska voru tekin úr bifreið í gamla bænum í nótt. Þetta uppgötvaðist nú í morgunsárið og ekki vitað hver þarna var að verki.Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík að sögn Sigurðar Bergmann varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík og engin sérstök tíðindi.