Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 8. janúar 2002 kl. 10:02

Geirfugl GK 66 dreginn í land vélarvana

Nú um klukkan 09.30 kom Skarfur GK 666 til Keflavíkurhafnar með Geirfugl GK 66 í togi. Sveinn Arason Skipstjóri á Skarfinum segir að vel hafi gengið að draga Geirfuglinn í land þó það hafi verið leiðindasjór.
Geirfugl GK 666 var á línuveiðum 25 til 30 sjómílur vestur af Garðskaga þegar þeir fengu eitthvað í skrúfuna og báturinn varð vélarvana. Geirfugl er nú í Keflavíkurhöfn þar sem kafari athugar hvað það er sem er í skrúfunni og reynir að losa það.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024