Fréttir

  • Geimfari flýgur rannsóknarflug frá Keflavíkurflugvelli
    Þota NASA í flugskýli á Keflavíkurflugvelli. VF-myndir: Sigurður B Magnússon
  • Geimfari flýgur rannsóknarflug frá Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 25. mars 2015 kl. 09:51

Geimfari flýgur rannsóknarflug frá Keflavíkurflugvelli

– flýgur upp í 70.000 fet og klæðist geimbúningi

Sérútbúin rannsóknarflugvél bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, hefur bækistöð á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir. Flugvélin, ER 2, vinnur að rannsóknum í háloftunum yfir Grænlandsjökli og fer í nokkur flug á viku.

Vélin kom til Keflavíkurflugvallar 7. mars sl. og verður hér á landi í u.þ.b. mánuð. Farið er í rannsóknarflug þegar veðurskilyrði eru hagstæð en með fullkomnum rannsóknartækjum vélarinnar er verið að kanna áhrif loftlagsbreytinga á jökla.

Rannsóknarvélinni er flogið í mjög mikilli hæð eða upp í allt að 70.000 fet. Við þær aðstæður þarf flugmaður vélarinnar að vera klæddur í geimbúning.

Meðfylgjandi myndir tók Sigurður B Magnússon á Keflavíkurflugvelli á dögunum þegar vélin kom til landsins.





Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024