Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gefa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma
VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 23. apríl 2014 kl. 08:47

Gefa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma

– Kiwanisklúbbarnir Keilir, Varða og Hof í árlegu átaki

Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu í gær fyrstu bekkingum allra grunnskóla í Reykjanesbæ reiðhjólahjálma fyrir framan húsnæði klúbbana að Iðavöllum 3. Það voru þakklát og glöð börn sem tóku við hjálmunum sínum en samtals gefa klúbbarnir á þriðja hundrað hjálma í Reykjanesbæ og Vogum. Kiwanisklúbburinn Hof í Garði afhentir svo fyrstu bekkingum í Garði, Sandgerði og Grindavík reiðhjólahjálma.
 
Hjálmarnir eru gjöf frá Kiwanis og Eimskip en þetta er fjórtánda árið sem kiwanishreyfingin afhendir börnum hjálma og hafa yfir 40.000 börn fengið gefins hjálm á þessu tímabili.
 
Á meðfylgjandi mynd aðstoðar Kristján Geirsson lögreglumaður ungan dreng við að máta hjálm. Góðar leiðbeiningar fylgja hjálmunum og eru foreldrar hvattir til að fara yfir þær með börnunum sem fá hjálmana.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024