Gefa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma
– Kiwanisklúbbarnir Keilir, Varða og Hof í árlegu átaki
Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu í gær fyrstu bekkingum allra grunnskóla í Reykjanesbæ reiðhjólahjálma fyrir framan húsnæði klúbbana að Iðavöllum 3. Það voru þakklát og glöð börn sem tóku við hjálmunum sínum en samtals gefa klúbbarnir á þriðja hundrað hjálma í Reykjanesbæ og Vogum. Kiwanisklúbburinn Hof í Garði afhentir svo fyrstu bekkingum í Garði, Sandgerði og Grindavík reiðhjólahjálma.
Hjálmarnir eru gjöf frá Kiwanis og Eimskip en þetta er fjórtánda árið sem kiwanishreyfingin afhendir börnum hjálma og hafa yfir 40.000 börn fengið gefins hjálm á þessu tímabili.
Á meðfylgjandi mynd aðstoðar Kristján Geirsson lögreglumaður ungan dreng við að máta hjálm. Góðar leiðbeiningar fylgja hjálmunum og eru foreldrar hvattir til að fara yfir þær með börnunum sem fá hjálmana.