Geðræktarganga í Reykjanesbæ í kvöld
Geðræktarganga verður í Reykjanesbæ í kvöld kl. 19:30. Þetta er þriðja árið sem Björgin stendur fyrir göngu sem þessar og ávallt hafa þær verið fjölmennar. Gangan markar upphaf „Geðveikra daga“ en markmmið dagana er að vekja hina dæmigerðu „Jón og Gunnu“ til meðvitundar um að huga að eigin geðheilsu. Góð geðheilsa felur ekki aðeins í sér að vera laus við geðsjúkdóma. Hún einkennist meðal annars af jákvæðri sjálfsmynd, ánægju í lífi og starfi og getu til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Dagskrá Geðveikra daga
Mánudagurinn 27. sept:
Geðræktarganga kl:19:30. Skólamatur býður upp á kakó og með því að göngunni lokinni og Guðbrandur Einarsson tekur lagið.
Þriðjudagurinn 28 sept:
Skákmót kl: 12:30
Málstofa í Björginni „Þjónusta í nærumhverfi“ kl: 16:00-17:30.