Geðrækt eldri borgara í Reykjanesbæ til skoðunar
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjart hefur falið lýðheilsufulltrúa að móta verkefni er snýr að eflingu geðheilsu eldri borgara í Reykjanesbæ með þátttöku allra helstu hagsmunaaðila bæjarfélagsins. Markmiðið er að bæta geðheilsu, draga úr félagslegri einangrun og efla samstarf.
Dæmi um samstarfsaðila væru Félag eldri borgara á Suðurnesjum, kirkjurnar, félagsþjónustan, félagsstarf á Nesvöllum, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rauði krossinn, Öldungaráð Reykjanesbæjar og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Verkefnið fellur undir aðgerðaráætlun í lýðheilsumálum 2021, segir í gögnum frá síðasta fundi ráðsins.